Tækni­risinn App­le hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, eða tæp­lega 3,5 milljarða ís­lenskra króna, fyrir að hafa hægt á eldri iP­hone far­símum án þess að upp­lýsa við­skipta­vini síni um það.

Þetta er í annað sinn sem fyrir­tækið gerist upp­víst af brotum sem þessum, en árið 2017 viður­kenndi það að hafa hægt á stýri­kerfum iP­hone sím­tækja en að það hafi verið í þeim til­gangi að „fram­lengja líf­tíma þeirra“.

Í yfir­lýsingu frá App­le segir að búið sé að leysa vanda­málið, en ekki er tekið fram með hvaða hætti, að því er segir á vef breska ríkis­út­varpsins.

Það var eftir­lits­stofnun neyt­enda­mála í Frakk­landi (DGCCRF) sem rann­sakaði málið og sektaði App­le.