Kort­hafar Lands­bankans og Arion banka geta nú tengt kort sín við App­le Pay. Um er að ræða greiðsluleið sem er fær öllum þeim sem eiga iP­hone, App­le Watch, iPad og Mac.

Við­skipta­vinir geta þannig greitt með fljót­legum hætti í verslunum, öppum og á netinu, hvort sem um ræðir innanlands eða utanlands.

Við­skipta­vinir geta tengt greiðslu­kort sín við App­le Pay með því að opna öpp bankanna og velja þar að bæta því við í App­le Wal­let. Að sögn bankanna er ferlið ein­falt og fljót­legt en hægt er að nálgast frekari upp­lýsingar á vef­síðum Arion og Lands­bankans.

Sam­­kvæmt upp­­­lýs­ing­um frá Ís­lands­banka er einnig unnið að inn­­leiðingu App­le Pay fyr­ir við­skipta­vini bank­ans og ætti þjón­ust­an að vera að­gengi­leg á næstu vikum.