For­svars­menn banda­ríska tækni­risans App­le kynntu nú síð­degis nýja týpu af þráð­lausum heyrnar­tólum fyrir­tækisins, App­le Air­Pods Pro en kynningar­mynd­band fyrir­tækisins má sjá neðst í fréttinni.

Glöggir les­endur sjá að heyrnar­tólin eru nokkuð ólík for­verum sínum í út­liti. Þessi heyrnar­tól eru sögð vera al­gjör­lega hljóð­úti­lokandi og eru nýir síl­íkon púðar á heyrnar­tólunum sem eiga að tryggja að ekkert annað heyrist.

Þá full­yrða for­svars­menn tækni­risans að heyrnar­tólin muni verða með lengri raf­hlöðu­endingu heldur en gamla týpan og þá eru heyrnar­tólin með vatns­vörn að þessu sinni. Þau eru ekki full­kom­lega vatns­held en endast betur í notkun, til dæmis í líkams­rækt en gamla týpan.

Heyrnar­tólin munu kosta 249 banda­ríkja­dollara út úr búð vestan­hafs en það eru rúmar 31 þúsund ís­lenskar krónur.

Mynd/Apple
Mynd/Apple
Mynd/Apple