App­­le kynnti í gær fjöl­margar nýjungar við bæði tæki sín og stýri­­kerfi. Meðal nýjunga er svo­kallað „AirTag“ sem gerir not­endum kleift að finna hluti sem það á með öruggum og leyni­­legum hætti. AirTag er lítill hnappur sem hægt er að festa á nærri hvað sem er og svo með sömu tækni og er notuð á símana geturðu fylgst með stað­­setningu tækjanna í „Find my“ appinu. Tækið verður að­­gengi­­legt frá og með 30. apríl.

Í til­­­kynningu frá App­­le segir að hægt sé að festa hnappinn við hand­­töskuna, lyklana, bak­­pokann eða hjólið og að gögnin séu dul­­kóðuð þannig það eigi enginn að geta fundið hlutina þína nema þú.

Hægt verður að kaupa einn á 29 dollara í Banda­­ríkjunum eða fjóra saman á 99 dollara.

Hnappurinn er hring­laga og er léttur. Utan um hann er ryð­frítt stál og er hnappurinn ryð- og vatns­­fr­á­hrindandi. Á honum er há­talari til að að­­stoða fólk við leit og auð­velt er að skipta um batterí. Sama tækni er notuð og við Air­Pods, það þarf að­eins að koma með hnappinn ná­lægt símanum og þá tengjast þau. Not­endur geta nefnt hvern hnapp, til dæmis eftir hlutnum sem hann er á, sem auð­veldar einnig leit.

Þá er not­endum einnig kleift að grafa í nafn eða tjákn [e. Emoji] þegar þau kaupa hnappinn á app­­le.com eða í verslun. Hægt er að festa hnappinn sjálfan á það sem hann á að auð­velda leit að eða nota fylgi­hluti til þess.

Hægt er að nefna hnappinn eftir hlutnum sem hann fylgir.
Mynd/Apple

Bluetooth-tækni eða Siri geta hjálpað við leit

Þegar það er búið að setja hnappinn upp þá kemur hann upp í Find My appinu þar sem not­endur geta séð síðustu þekktu stað­­setningu hnappsins á korti. Ef notandi týnir hnappinum og hann er innan Bluet­ooth seilingar er hægt að láta hljóð berast úr honum til að finna hann. Þá er einnig hægt að biðja Siri um að að­­stoða við leit.

Fyrir iP­hone 11 og 12 not­endur er hægt að nýta tækni sem kallasta „Precition Finding“ en með henni er hægt að á­kvarða fjar­lægð og átt sem týndur hnappur er í þegar hann er í Bluet­ooth-fjar­lægð.

Ef hann er utan Bluet­ooth-fjar­lægðar er hægt að nota appið „Find My“ auk þess sem hægt er að setja hann í „Lost Mode“ og vera látinn vita þegar hann er innan færis símans.

Vörn svo hnappurinn sé ekki notaður í óþökk fólks

Í til­­­kynningu frá App­­le kemur einnig fram að í hnappinum eru at­riði sem eiga að koma í veg fyrir að hann sé notaður til að fylgjast með hlutum eða fólki sem ekki vill það og er það í fyrsta sinn sem slíkt er sett upp á tæki. Til þess er notuð Bluet­ooth tækni auk þess sem iOs tæki geta látið vita ef að AirTag er með sem ekki er með eig­anda sínum og látið notandann vita ef að AirTag er að ferðast með þeim sem þau eiga ekki. Fyrir þau sem ekki eru með iOs tæki þá lætur hnappurinn að enda vita með hljóði ef hann er að ferðast með ein­hverjum sem er ekki í hans eigu í lengri tíma. Ef notandi verður var við ó­­þekktan AirTag geta þeir með að­­stoð annars tækis gert hann ó­­­virkan.

Nánar er hægt að kynna sér tækið hér en App­­le fór, til dæmis, í sam­­starf við tísku­­fyrir­­­tækið Her­més um að hanna fylgi­hluti fyrir AirTag.