App­le til­kynnti í gær að hljóð­for­ritið iTu­nes sem gegnt hefur lykil­hlut­verki fyrir eig­endur App­le raf­tækja frá árinu 2001 verði brátt lagt niður í sinni nú­verandi mynd en fyrir­tækið kynnti helstu á­form sín fyrir næstu ár, á WWDC ráð­stefnunni í gær að því er fram kemur á vef BBC.

Þannig eiga for­ritin App­le Music, App­le Pod­casts og App­le TV að taka við hlut­verki þess en for­ritið verður á­fram að­gengi­legt á Windows stýri­kerfinu og hægt verður að nálgast niður­halaða tón­list í gegnum App­le Music for­ritið á App­le tölvum og segir App­le að þar með glatist tón­list eig­enda ekki.

Þá kynnti fyrir­tækið auk þess aukna á­herslu á frið­helgi einka­lífs not­enda snjall­tækja App­le og ætlar fyrir­tækið sér meðal annars að gera not­endum kleyft að nýta sér þjónustu og for­rit með App­le að­gangi í stað þess að þurfa að skrá sig inn á Goog­le eða Face­book.

Auk þess kynnti fyrir­tækið nýja eigin­leika í næstu upp­færslu á stýri­kerfum snjall­síma fyrir­tækisins, iOS 13 þar sem meðal annars verður boðið upp á rökkur­stillingu (e. dark mode) fyrir augn­þreytta not­endur. Þá kynnti fyrir­tækið jafn­framt til leiks nýja smá­forrita­búð fyrir App­le úrið svo­kallaða með að­gangi að for­ritum sem sér­stak­lega eru hönnuð fyrir úrið.

Þá sýndi App­le nýja endur­hannaða Mac Pro tölvu með 28 kjarna Intel ör­gjörva og 6K Retina skjá sem er 40 prósent stærri en skjár nú­verandi vélar og verður vélin gefin út í haust.

Farið er með nokkuð ítarlegum hætti yfir kynningu Apple í myndbandinu hér að neðan.