Apple leiðir 50 milljón dala fjárfestingalotu í UnitedMasters, sprotafyrirtæki sem styður við þá þróun að æ fleiri tónlistamenn reyna að sniðganga plötuútgáfur og dreifa tónlist sinni í gegnum netið. Sprotafyrirtækið, sem metið er á 350 milljónir dala, var stofnað til höfuðs stórum plötuútgáfum.

Aðrir þátttakendur í fjárfestingunni eru Alphabet og Andreessen Horowitz.

UnitedMaster býður tónlistarmönnum upp á að setja lög á streymisveitur en listamennirnir eiga höfundarréttinn að eigin tónlist. Það er hitamál einkum eftir að stjörnur á borð við tónlistarkonuna Taylor Swift börðust fyrir því að eiga höfundarréttinn í stað plötuútgáfa.

Stoute starfaði með rapparanum Nas á tíunda áratugnum en fór síðan að vinna fyrir stórar plötuútgáfur eins og Sony og Interscope. Hann stofnaði UnitedMasters með 70 milljón dala fjármögnunarlotu frá Alphabet.

Rapparinn Nas.

Hann hefur sagt að eftir að það þurfti ekki lengur að framleiða og drifa plötum og geisladiskum ætti þorri teknanna að renna til tónlistarmannanna.

Þrjár stærstu plötuútgáfurnar – Universal Musica, Sony Music og Warner Music – ásamt Merlin voru með um 78 prósent af streyminu á Spotify á árinu 2020 en hlutfallið var 87 prósent árið 2017.

UnitedMasters tekur tíu prósent af stefgjöldum tónlistarfólks en býður einnig upp á fimm dala mánaðaráskrift og þá þarf ekki að greiða hluta af stefgjöldum til fyrirtækisins.

Stoute segir að fyrirtækið sé með eina milljón hljómlistarmanna á sínum snærum og að reksturinn skili hagnaði. Nýta eigi fjármagnið til að ráða tæknifólk og víkka út starfsemina til Suður Ameríku, Indlands og Afríku.