Tækni­risinn App­le hefur nú verið sektaður um 10,5 milljón brasilísk ríöl, eða rúm­lega 240 milljón ís­lenskar krónur, fyrir að láta ekki hleðslu­tæki fylgja keyptum iP­hone 12 símum í Brasilíu en neyt­enda­sam­tökin Procon-SP segja málið vera brot á neyt­enda­lögum landsins.

Að því er kemur fram í frétt Enga­d­get um málið höfðu neyt­enda­sam­tökin haft sam­band við App­le vegna málsins í desember en þá hafi tækni­risinn sagt að engin hleðslu­tæki fylgdu með þar sem það myndi draga úr kol­efnislosun auk þess sem margir ættu hleðslu­tæki fyrir sem hægt væri að nota.

Neyt­enda­sam­tökin segja þó mikil­vægt að App­le fari eftir brasilískum lögum og því hafi verið á­kveðið að beita sektum. App­le getur á­frýjað niður­stöðunni en þar sem um til­tölu­lega lága upp­hæð er að ræða er ekki ó­lík­legt að þau komi til með að borga sektina.