„Ég er bara hrika­lega vel stemmdur. Þetta þýðir það að í fyrsta skipti í fimm­tán mánuði getum við rekið fyrir­tækið okkar með eðli­legum hætti og farið að vinna niður tapið okkar,“ segir Arnar Þór Gíslason einn af eig­endum fyrir­tækisins Þingvangs sem rekur meðal annars barina English Pub, The Iris­hman Pub, Den Danske Kro, Kalda Bar og Le­bowski Bar í mið­bæ Reykja­víkur.

Arnar segist ætla að full­nýta fram­lengdan opnunar­tíma frá og með mið­nætti en fer það eftir leyfi hvers bars um sig hvort opið verður til þrjú eða hálf fimm. Að­spurður um hvort hann búist við mikilli mann­mergð í bænum segist Arnar Þór vera viss um að fólk muni vilja gera sér glaðan dag.

„Já, ég býst við traffík og geri ráð fyrir að fólk nýti sér opnunar­tímann og jafn­vel haldi á­fram að mæta frá fjögur til sjö eins og við erum búin að vera dug­leg að gera, í happy hour og svo­leiðis. Þeir sem vilja geta þá verið lengur loksins, í fyrsta skipti í fimm­tán mánuði.“

Arnar Þór Gíslason rekur barina English Pub, The Iris­hman Pub, Den Danske Kro, Kalda Bar og Le­bowski Bar í mið­bæ Reykja­víkur.
Fréttablaðið/Anton Brink

Arnar segist vera með starfs­fólk á bak­vakt sem er til­búið að hoppa inn í kvöld auk þess sem hann hafi verið með starfs­fólk á launa­skrá í gegnum far­aldurinn sem er búið og boðið að standa vaktina og hlakki til að taka á móti gestum, Ís­lendingum sem út­lendingum.

Þannig þú ert bara spenntur fyrir kvöldinu og komandi dögum?

„Hrika­lega spenntur að fá að vinna eðli­lega. Þannig það er bara mikil já­kvæðni hjá öllum veitinga­mönnum,“ segir Arnar.

Yfir 600 manns ætla á Kex Hostel í kvöld

Hljóm­sveitin Bjartar Sveiflur verður með dans­leik á Kex Hostel í kvöld en mikil eftir­vænting er fyrir við­burðinum. Óli Dóri, rekstrar­stjóri Kex Hostel, er spenntur fyrir komandi kvöldi.

„Við ætlum að hafa opið til 1 af því við erum náttúr­lega hostel og út frá því þá getum við kannski ekki alveg boðið gestunum upp á það að hafa opið lengur þó að við myndum glöð vilja það. Það náttúr­lega væri geggjuð stemning. Við fögnum bara þessum af­léttingum á mið­nætti með ein­hverri bombu og svo fara bara allir niður í bæ eftir vel heppnaðan dans­leik.“

Rúm­lega 600 manns hafa meldað sig á Face­book við­burði dans­leiksins en Óli er hinn slakasti þegar hann er spurður um hvort ein­hverjar sér­stakar ráð­stafanir verði á Kex til að takast á við slíkan fjölda.

„Við erum nú með ansi mikið pláss hérna hjá okkur. Við erum náttúr­lega með Gym & Tonik salinn sem tekur alveg 200 og eitt­hvað manns og svo erum við með plássið frammi. Þannig þetta verður ansi skemmti­legt, smá challen­ge, en fólk verður bara að koma snemma til að tryggja sér að­gang.“

Óli Dóri, rekstrarstjóri Kex Hostel, segist vera vel undirbúinn fyrir kvöldið.
Mynd/Samsett

Óli segir alla skemmti­staði bæjarins vera í stökustu vand­ræðum með að ræsa út dyra­verði í kjöl­far nýjustu fregna en þau hjá Kex Hostel eru vel undir­búin fyrir kvöldið.

„Við vorum sem betur fer búin að tryggja okkur dyra­verði fyrir kvöldið og nóg af staffi. Við erum búin að undir­búa þetta kvöld vel. Við erum vel undir­búin fyrir þetta,“ segir Óli reifur í bragði.

Óli er einn af þekktari plötu­snúðum bæjarins en hann ætlar þó ekki að þeyta skífum sjálfur í kvöld.

„Nei, út af þessum við­burði þá verð ég bara hérna. Svo fer ég niður í bæ og tek gamla djammið. Verður þetta ekki bara eins og bjór­dagurinn?“ spyr Óli að lokum.

„Maður tók hringilistann í morgun. Stór­skota­liðið er kallað út. Jæja krakkar mínir, nú þurfum við að bretta upp ermar, ekkert dúll lengur. Nú er vit­leysan byrjuð!“

Bar­eig­andi brettir upp ermar

Árni Grétar Jóhanns­son, eig­andi skemmti­staðarins Kiki, viður­kennir að á­kvörðun stjórn­valda hafi að ein­hverju leyti komið flatt upp á sig, enda yfir­völd verið var­færin í af­léttingum.

„Þannig að við munum þurfa að hlaupa auka­ferð í heild­salann okkar á morgun, það er bara þannig,“ segir Árni léttur í bragði. Hann segist hafa hringt í starfs­fólk og ræst út auka mann­skap.

„Maður tók hringilistann í morgun. Stór­skota­liðið er kallað út. Jæja krakkar mínir, nú þurfum við að bretta upp ermar, ekkert dúll lengur. Nú er vit­leysan byrjuð!“ segir Árni og hlær. Hann segir gríðar­góðan anda meðal starfs­fólks.

„Það eru bara allir þyrstir og til í glensið. Við verðum með hressandi drags­how í kvöld,“ segir Árni. Drag­drottningin Gloria Hole mun svo þeyta skífum til 4:30 í kvöld. Djamm­drott­tning Ís­lands. Við þurfum bara að vona að hún lifi kvöldið af,“ segir Árni eitur­hress.