Þeir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, eru gestir Jóns G. í kvöld, sunnudagskvöld, á Hringbraut. Hér má sjá þáttinn: Stjórnandinn með Jóni G.

Hlutafjárútboð Ölgerðinnar hefst í fyrramálið og stendur út vikuna. Farið er vel yfir stöðu Ölgerðarinnar og helstu áherslur fyrirtækisins næstu árin. Ölgerðin hagnaðist um 1,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári.

Þá var vel heppnað Viðskiptaþing haldið eftir hádegi sl. föstudag en yfirskrift þingsins að þessu sinni var Tímarnir breytast og vinnan með. Margt áhugavert er að gerast á íslensku vinnumarkaði og virðist hið opinbera leiða launaskrið á markaðnum. Kjarasamningar verða í haust og gætu þeir orðið óvenju erfiðir og snúnir í ljósi aðstæðna - en verðbólga mælist nú yfir 7%.

Þátturinn Stjórnandinn með Jóni G. er á dagskrá Hringbrautar öll sunnudagskvöld og endursýndur fram að kvöldmat á mánudögum.