Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Andri Már kemur til Sjóvá frá hollenska bankanum ABN AMRO þar sem hann starfaði við áhættustýringu undanfarin tvö ár. Áður starfaði hann við fjárstýringu og áhættustýringu hjá tæknifyrirtækinu ASML í Hollandi um þriggja ára skeið, en ASML er stærsta fyrirtækið í Hollandi og eitt 20 stærstu fyrirtækja heims.
Andri Már er með BSc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc heiðursgráðu í fjármálum og áhættustýringu frá Vrije Universiteit Amsterdam.
Andri Már er í sambúð með Margréti Eddu Magnúsdóttur, nútímafræðingi og nema í hnattrænum fræðum og eiga þau eitt barn.
Andri Már hefur þegar hafið störf hjá Sjóvá.