Erlent

Amazon nú verð­mætasta fyrir­tæki í heimi

​Net­fyrir­tækið Amazon er nú það verð­mætasta í heimi. Það tók í gær fram úr Micros­oft en við lokun markaða hafði það hækkað um 3,4 prósent og var virði þess 797 milljarðar dala.dan

Jeff Bezos er forstjóri Amazon og stofnandi þess. NordicPhotos/GettyImages

Netverslunarrisinn Amazon er nú verðmætasta fyrirtæki í heimi. Það tók í gær fram úr Micros­oft en við lokun markaða hafði það hækkað um 3,4 prósent og var virði þess 797 milljarðar dala, jafn­virði rúm­lega 95 þúsund milljarða ís­lenskra króna. BBC greinir frá.

Jeff Bezos, for­stjóri og stofnandi fyrir­tækisins, er jafn­framt ríkasti maður í heimi sam­kvæmt milljarða­mæringa­lista Bloom­berg. Hann er metinn á 135 milljarða dala, 16 þúsund milljarða króna. 

Fyrir­tækið hefur stækkað hratt á undan­förnum árum. Það varð í septem­ber annað í sögunni til að ná þeim merka á­fanga að vera metið á yfir billjón dala (þúsund milljarðar). 

App­le hafði náð á­fanganum mánuði fyrr. Síðan hafa miklar sveiflur orðið á mörkuðum en undir lok síðustu viku hafði markaðs­virði App­le rýrnað um þriðjung frá því í haust.

Fyrir­tækið var því, við á­fanga Amazon í gær, metið á 702 milljarða dala en Micros­oft á 789 milljarða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Flugfélög

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Auglýsing

Nýjast

Ferða­mönnum mun fækka við kaup Icelandair

Gæti leitt til allt að 2,7 prósenta sam­dráttar

Bréf í Icelandair hækkuðu um 5,8 prósent

Skotsilfur: Nóg að gera

Yrði jákvætt fyrir keppinauta WOW air

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Auglýsing