Band­a­rísk­i tækn­i­ris­inn Amaz­on hef­ur til­kynnt um kaup á kvik­mynd­a­fram­leið­and­an­um Metr­o-Goldw­yn-Mey­er eða MGM fyr­ir 8,45 millj­arð­a doll­ar­a. Það er 40 prós­ent­um hærr­a verð en aðr­ir hugs­an­leg­ir kaup­end­ur, þar á með­al App­le, höfð­u boð­ið. Amaz­on á ekki erf­itt með að stand­a und­ir þeim kostn­að­i, enda er fyr­ir­tæk­ið ekki á flæð­i­s­ker­i statt fjár­hags­leg­a. Það á um 71 millj­arð doll­ar­a í laus­a­fé og er met­ið á 1,64 trillj­ón­ir doll­ar­a.

MGM hef­ur ver­ið til sölu í nokk­urn tíma en það er nú í eigu vog­un­ar­sjóðs­ins Anchor­a­ge Cap­i­tal. Hlut­haf­ar vog­un­ar­sjóðs­ins hafa lagt hart að stjórn­end­um hans að selj­a eign­in­a og sum­ir gert að því skónn­a að Kev­in Ul­rich, for­stjór­i Anchor­a­ge, hafi þótt of gam­an í Holl­yw­o­od til að vilj­a selj­a MGM að því er seg­ir í frétt New York Tim­es.

Um er að ræða eitt þekkt­­ast­­a fram­­leiðsl­­u­­fyr­­ir­t­æk­­i heims og kann­­ast flest­­ir við hið sög­­u­­fræg­­a ljón sem öskr­­ar við byrj­­un mynd­­a þess. Það hef­­ur átt í erf­­ið­­leik­­um síð­­ast­l­ið­­in ár en býr yfir stór­­u safn­­i kvik­­mynd­­a sem verð­­a hlut­­i Prim­­e streym­­is­v­eit­­u Amaz­­on gang­i kaup­in eft­ir.

Með­­al þess sem MGM fram­­leið­­ir eru Bond-mynd­­irn­­ar en ný slík er vænt­­an­­leg í okt­­ó­b­er. Þó eign­­ast Amaz­­on ein­­ung­­is helm­­ings eign­­ar­hl­ut í Bond þar sem Bar­b­ar­­a Brocc­­ol­­i og bróð­­ir henn­­ar Mich­­a­­el G. Wil­­son eiga hinn helm­­ing­­inn. Þau hafa einn­­ig al­­gjör­­a stjórn yfir gerð mynd­­ann­­a, hve­­nær ný mynd er gerð, hver leik­­ur Bond og hvort gera skul­­i sjón­­varps­þ­ætt­­i um Bond, sem þau hafa í gegn­­um árin hafn­­að nokkr­­um boð­­um um.

Til­­­gang­­ur­­inn með kaup­­un­­um er sam­kvæmt band­a­rísk­um miðl­um að renn­­a styrk­­ar­­i stoð­­um und­­ir Prim­­e streym­­is­v­eit­­un­­a og bæta við úr­­val­­ið þar. Um 200 millj­­ón­­ir eru Prim­­e not­­end­­ur hjá Amaz­­on og vax­­and­­i fjöld­­i þeirr­­a nýt­­ir sér streym­­is­v­eit­­un­­a sem fylg­­ir Prim­­e.