Erlent

Amazon er orðið að auglýsingarisa

Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum.

Jeff Bezos, forstjóri Amazon. AFP

Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal.

Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum.

Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk.

Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Thomas Cook stendur höllum fæti

Erlent

Fær grænt ljós frá kínverskum yfirvöldum

Erlent

Spá verð­falli á verslunar­hús­næði

Auglýsing

Nýjast

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Auglýsing