Amazon til­kynnti á ráð­stefnu í Las Vegas í dag að þau muni hefja að af­henda pakka með drónum á næstu mánuðunum. Jeff Wil­ke, yfir­maður hjá Amazon, kynnti dróninn sjálfan til leiks og sagði hann geta numið hindranir á borð við fólk, hunda og þvotta­snúrur. Dróninn mun geta ferðast allt að 24 kíló­metra og borið pakka sem vega allt að 2,3 kíló­grömm.

Wil­ke sagði ekkert um það á kynningunni hvar ná­kvæm­lega í heiminum við­skipta­vinum Amazon myndi standa til boða að fá pakka sína af­henta með slíkum hætti eða ná­kvæm­lega hve­nær það myndi gerast.

Dróninn mun geta ferðast allt að 24 kíló­metra og borið pakka sem vega allt að 2,3 kíló­grömm.
Fréttablaðið/Getty

Fjallað er um það á vef breska ríkis­út­varpsins að banda­rísk flug­mála­yfir­völd hafi veitt Amazon leyfi til að stjórna drónum í Banda­ríkjunum. Leyfið gildir í eitt ár og er hægt að sækja um endur­nýjun.

Þar segir einnig að í Amazon hafi verið sökuð um það áður að til­kynna um notkun dróna við af­hendingu pakka til að komast á for­síður blaðanna og til að aug­lýsa um leið Prime með­lima­þjónustu þeirra.

Dróninn sem Amazon hyggst nota var til sýnis á sýningunni í Las Vegas og deildu mynd­skeiði þar sem má sjá drónann að verki. Mynd­skeiðið má sjá hér að neðan.