Al­vot­ech til­kynnti í dag um samning við Advanz Pharma, um markaðs­setningu AVT23, fyrir­hugaðrar líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Xolair (e. omalizumab). Samningurinn nær til Evrópska efna­hags­svæðisins, Bret­lands, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjá­lands.

Omalizumab er ein­stofna mót­efni sem binst við IgE og er notað til með­ferðar við of­næmisastma og lang­vinnri nef- og skúta­bólgu með sepa­geri í nefi. Lyfið er í þróun og hefur ekki hlotið markaðs­leyfi.

„Við hlökkum til að vinna með Advanz Pharma að markaðs­setningu á þessu mikil­væga með­ferðar­úr­ræði við sjúk­dómum í öndunar­vegi. Þessi samningur er til marks um þá á­herslu sem bæði fyrir­tækin leggja á að bæta að­gengi sjúk­linga að hag­kvæmari líf­tækni­lyfjum um allan heim,“ segir Anil Okay, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­sviðs Al­vot­ech.

Sam­kvæmt samningnum mun Al­vot­ech sjá um þróun og fram­leiðslu en Advanz Pharma sér um skráningu og markaðs­setningu lyfjanna. Heildar­sala á frum­lyfinu á þeim markaðs­svæðum sem samningurinn nær til er um 140 milljarðar ís­lenskra króna á ári sam­kvæmt upp­lýsingum frá IQVIA.