Innlent

Al­vot­ech ræður á fjórða tug vísinda­manna

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur undanfarið ráðið 15 vísindamenn í starf, en til stendur að ráða 32 í störf hjá fyrirtækinu.

Höfuðstöðvar Alvogen í Vatnsmýrinni. Alvotech er systurfyrirtæki Alvogen. Jóhanna K Andrésdóttir / Hann

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur frá áramótum ráðið 15 vísindamenn í starf hjá sér en undanfarið hafa 32 ný störf verið auglýst hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um sé að ræða fjölbreytt störf fyrir „vísindamenn framtíðarinnar“ og eru meðal annars á sviði þróunar mæliaðferða, þróunar-og framleiðslu líftæknilyfja, gæðaeftirlits auk þess sem ráðið verður í ýmsar stoðdeildir Alvotech til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins.

Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins.

Í kringum 250 vísindamenn starfa hjá Alvotech í þremur löndum, og vinna þeir að þróun og framleiðslu líftæknifyrirtækja. Alvogen hefur frá árinu 2011 selt líftæknilyf á mörkuðum sínum í Mið- og Austur Evrópu og mun selja lyf Alvotech á markaðssvæðum sínum í 35 löndum þegar einkaleyfi þeirra renna út.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Skeifu­bruna­máli Pennans vísað frá í Hæsta­rétti

Dómsmál

Kári lagði Stapa fyrir Hæsta­rétti og fær 24 milljónir

Innlent

Guðmundur nýr forstjóri HB Granda

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

Áhrif yfirtökutilboðs ekki neikvæð

Innlent

Rann­veig skipuð að­stoðar­seðla­banka­stjóri

Markaðurinn

Aðalhagfræðingurinn vildi hækka vextina

Tækni

For­stjórinn hættir vegna sam­bands við starfs­mann

Innlent

Ávöxtun lífeyrissjóðanna batnaði verulega

Innlent

Gæti leitt til hærra verðlags

Auglýsing