Berg­lind kemur til Al­vot­ech frá lög­manns­stofunni BBA­Fjeldco, þar sem hún gegndi meðal annars starfi reglu­varðar Al­vot­ech frá skráningu fé­lagsins á Nas­daq markaðinn í Banda­ríkjunum og First North markaðinn á Ís­landi í júní 2022 og á Aðal­markað Nas­daq Iceland 8. desember 2022. Hún var einnig reglu­vörður Öl­gerðarinnar og Nova klúbbsins frá skráningu fé­laganna á Aðal­markað Nas­daq Iceland.

Berg­lind er héraðs­dóms­lög­maður og er með BA og ML próf í lög­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík. Hún starfaði í um 15 ár hjá Lands­bankanum, annars vegar í lög­fræði­þjónustu fyrir­tækja­sviðs við ráð­gjöf tengda fjár­mögnun fyrir­tækja og hins vegar í reglu­vörslu Lands­bankans í eftir­liti með verð­bréfa­við­skiptum, að­gerðum gegn markaðs­svikum og ráð­gjöf um stjórnar­hætti.

„Þetta er eina ís­lenska fé­lagið sem er með skráð hluta­bréf í Banda­ríkjunum og á Ís­landi sam­hliða."

„Það er mikil til­hlökkun að ganga til liðs við teymi Al­vot­ech og þjóna á annað þúsund hlut­höfum fé­lagsins innan­lands og utan, eftir að hafa kynnst fyrir­tækinu vel á síðasta ári. Fyrir­tækið starfar í fjöl­breyttu al­þjóð­legu sam­keppnis­um­hverfi og þetta er eina ís­lenska fé­lagið sem er með skráð hluta­bréf í Banda­ríkjunum og á Ís­landi sam­hliða. Það eru því sannar­lega spennandi verk­efni fram­undan,“ sagði Berg­lind.