Samstarf Alvotech og Fuji var upprunalega kynnt í nóvember 2018 og samkomulag um að auka við samstarfið kynnt í desember 2020 og febrúar 2022. Nær það nú til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða sem verða þróaðar og framleiddar af Alvotech en markaðssettar af Fuji fyrir Japansmarkað.
„Samstarf okkar við Fuji hefur verið mjög árangursríkt. Það er því okkur mikil ánægja að auka samstarfið enn frekar. Nýverið tilkynntum við að sótt hefði verið um markaðsleyfi í Japan fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna sem þróuð er í samstarfi fyrirtækjanna,“ segir Róbert Wessman, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Í október 2022 tilkynntu fyrirtækin að lögð hefði verið inn umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna hjá japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytinu.
„Aukið samstarf er í góðu samræmi við sameiginlegt markmið fyrirtækjanna, sem er að auka aðgengi að nauðsynlegum líftæknilyfjum í Japan, þar sem eftirspurn sjúklinga fer nú ört vaxandi,“ sagði Takayuki Iwai, forstjóri Fuji.