Sam­starf Al­vot­ech og Fuji var upp­runa­lega kynnt í nóvember 2018 og sam­komu­lag um að auka við sam­starfið kynnt í desember 2020 og febrúar 2022. Nær það nú til sjö fyrir­hugaðra líf­tækni­lyfja­hlið­stæða sem verða þróaðar og fram­leiddar af Al­vot­ech en markaðs­settar af Fuji fyrir Japans­markað.

„Sam­starf okkar við Fuji hefur verið mjög árangurs­ríkt. Það er því okkur mikil á­nægja að auka sam­starfið enn frekar. Ný­verið til­kynntum við að sótt hefði verið um markaðs­leyfi í Japan fyrir fyrstu fyrir­huguðu líf­tækni­lyfja­hlið­stæðuna sem þróuð er í sam­starfi fyrir­tækjanna,“ segir Róbert Wess­man, stofnandi, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech.

Í októ­ber 2022 til­kynntu fyrir­tækin að lögð hefði verið inn um­sókn um markaðs­leyfi fyrir fyrstu fyrir­huguðu líf­tækni­lyfja­hlið­stæðuna hjá japanska heil­brigðis-, at­vinnu- og vel­ferðar­ráðu­neytinu.

„Aukið sam­starf er í góðu sam­ræmi við sam­eigin­legt mark­mið fyrir­tækjanna, sem er að auka að­gengi að nauð­syn­legum líf­tækni­lyfjum í Japan, þar sem eftir­spurn sjúk­linga fer nú ört vaxandi,“ sagði Taka­yuki Iwai, for­stjóri Fuji.