Lyfj­a­fyr­ir­tæk­ið Al­vot­ech hef­ur höfð­ar mál fyr­ir band­a­rísk­um dóm­stól­i gegn þar­lend­a lyfj­a­fyr­ir­tæk­in­u Abb­Vi­e og freist­ar þess að fá tug­um eink­a­leyf­a fyr­ir­tæks­ins vegn­a gigt­ar­lyfs­ins Hum­ir­a hnekkt. Ekkert lyfj­a í fram­leiðsl­u skil­ar jafn mikl­um söl­u­hagn­að­i og því ljóst að til mik­ils er að vinn­a fyr­ir Al­vot­ech, beri það sig­ur úr být­um í dóms­mál­in­u. Abb­Vi­e hef­ur grætt meir­a en 75 millj­arð­a doll­ar­a á sölu Hum­ir­a. Frá þess­u grein­ir Re­u­ters.

Al­vot­ech vill fram­leið­a sam­heit­a­lyf fyr­ir Hum­ir­a og sak­ar Abb­Vi­e um að nýta sér eink­a­leyf­a­lög til að koma í veg fyr­ir að aðr­ir lyfj­a­fram­leið­end­ur geti fram­leitt það. Upp­haf­leg­a eink­a­leyf­ið á Hum­ir­a rann út árið 2016 en Abb­Vi­e seg­ir að fram­leiðsl­a á sam­heit­a­lyf­i brjót­i á 62 eink­a­leyf­um þess. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur feng­ið meir­a en 130 eink­a­leyf­i tengd Hum­ir­a og renn­a sum þeirr­a ekki út fyrr en árið 2034.

Höf­uð­stöðv­ar Abb­Vi­e í Mett­aw­a í Illin­o­is.
Fréttablaðið/EPA

Sam­kvæmt máls­gögn­um vill Al­vot­ech mein­a að Abb­Vi­e hafi orð­ið sér út um „ sví­virð­i­leg­an fjöld­a eink­a­leyf­a með vaf­a­samt lag­a­legt gild­i“ sem geri það að verk­um að hugs­an­leg­ur sam­keppn­is­að­il­i eigi yfir höfð­i sér „skað­væn­leg­um máls­sókn­um.“ Því fór það þess á leit við dóm­stól í Virg­in­í­u­rík­i að hann dæmi fram­leiðsl­u sam­heit­a­lyfs ekki brjót­a á eink­a­leyf­um Abb­Vi­e.

Telj­a Abb­Vi­e höfð­að mál á fölsk­um for­send­um

Al­vot­ech held­ur því einn­ig fram að Abb­Vi­e hafi feng­ið eink­a­leyf­i á að­ferð­um til fram­leiðsl­u lyfs­ins sem önn­ur fyr­ir­tæk­i hafi fund­ið upp mörg­um árum áður. „Þrátt fyr­ir að Abb­Vi­e hafi ekki fund­ið neitt af þess­u upp fékk það eink­a­leyf­i á því öllu sem leið­i af sér 'jarð­sprengj­u­svæð­i' og hef­ur hing­að til kom­ið í veg fyr­ir fram­leiðsl­u ó­dýr­ar­i sam­heit­a­lyfj­a.“

Auk þess vill Al­vot­ech mein­a að Abb­Vi­e hafi höfð­að mál gegn sér tvisvar á fölsk­u for­send­um. Ein var lögð fyr­ir í mars og þar er Al­vot­ech sak­að um að stel­a fram­leiðsl­u­ferl­i Abb­Vi­e með því að ráða fyrr­ver­and­i starfs­mann sinn árið 2018. Abb­Vi­e hef­ur einn­ig höfð­að mál vegn­a um­sókn­ar Al­vot­ech um fram­leiðsl­u sam­heit­a­lyfs fyr­ir Hum­ir­a, sem það seg­ir brjót­a gegn eink­a­leyf­um sín­um. Þar sem Abb­Vi­e höfð­að­i mál­ið gegn Al­vot­ech á Ís­land­i vill fyr­ir­tæk­ið mein­a að dóm­stóll í Illin­o­is­rík­i í Band­a­ríkj­un­um hafi ekki lög­sög­u í mál­in­u.