Go­limu­mab er ein­stofna mót­efni sem hamlar frumu­boð­efninu tumor necrosis factor alpha (e. TNF alpha). Aukið magn TNF alpha er talið geta verið or­saka­þáttur í þrá­látum bólgu­sjúk­dómum, s.s. liða­gigt, sóra­liða­gigt og hrygggigt.

Joseph McC­lellan, rann­sókna­stjóri Al­vot­ech, segist fagna fram­gangi á þróun lyfsins. „Með því að hefja klínískar rann­sóknir á fimmtu líf­tækni­lyfja­hlið­stæðunni, undir­strikum við enn betur það mark­mið fyrir­tækisins að auka lífs­gæði með bættu að­gengi að hag­kvæmari líf­tækni­lyfjum,“ segir Joseph.

Tekjur af sölu Simponi og Simponi Aria námu tæp­lega 320 milljörðum króna, eða jafn­virði 2,2 milljarða Banda­ríkja­dala, á tólf mánaða tíma­bili sem lauk 1. októ­ber í fyrra sam­kvæmt upp­lýsingum frá fram­leiðanda frum­lyfsins, lyfja­fyrir­tækinu John­son and John­son.

Al­vot­ech vinnur að þróun átta líf­tækni­lyfja­hlið­stæða, við sjálf­sof­næmis-, augn- og öndunar­færa­sjúk­dómum, bein­þynningu og krabba­meini.

Fyrsta lyf fyrir­tækisins, hlið­stæða við Humira (e. adali­mu­mab) kom á markað í Evrópu og Kanada í vor og hefur lyfið hlotið markaðs­leyfi í 35 löndum í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Eyja­álfu. Um­sókn um markaðs­leyfi fyrir lyfið í Banda­ríkjunum er nú í ferli.