Líf­tækni­lyfja­fyrir­tækið Al­vot­ech hefur ráðið yfir 200 sér­fræðinga til fyrir­tækisins frá ára­mótum og stefna á að ráða enn fleiri starfs­menn á næstunni. Tæp­lega 700 manns starfa nú hjá fyrir­tækinu, all­flestir á Ís­landi en fyrir­tækið er einnig með starfs­stöðvar í Banda­ríkjunum, Sviss og Þýska­landi.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Al­vot­ech.

„Það er ein­stak­lega á­nægju­legt að taka á móti öllu þessu hæfi­leika­fólki sem er til­búið að vinna með okkur í að búa til nýja at­vinnu­grein á Ís­landi, sem er þróun og fram­leiðsla líf­tækni­lyfja,“ segir Tanya Z­harov, að­stoðar­for­stjóri Al­vot­ech.

„Við njótum góðs af þeirri þekkingu sem hefur skapast í líf­tækni á Ís­landi síðustu ára­tugina en einnig sam­starfinu við Há­skóla Ís­lands, sem miðar að því að efla vísinda­starf, þekkingar­miðlun og ný­sköpun. Það er einnig gleði­efni hve okkur hefur gengið vel að fá er­lenda sér­fræðinga til að koma til starfa hér og jafn­vel verið til­búnir að flytjast hingað með fjöl­skyldur sínar í miðjum heims­far­aldri“.

Setja sína fyrstu vöru á markað

Al­vot­ech munu bráðum setja sína fyrstu vöru á markað, en um er að ræða hlið­stæðu eins sölu­hæsta lyfs í heiminum í dag, Humira, en Al­vot­ech er með nokkur líf­tækni­hlið­stæðu­lyf í þróun.

Megnið af starfs­mönnum fyrir­tækisins eru sér­fræðingar með há­skóla­menntun sem vinna við rann­sóknir, þróun, gæða­mál og tækni­þróun, en 55 prósent starfs­manna fyrir­tækisins eru annað­hvort með meistara- og/eða doktors­próf.

Al­vot­ech hefur gert samning við mörg helstu lyfja­fyrir­tæki heims um sölu og markaðs­setningu á lyfjum fyrir­tækisins, en lyfin verða seld undir merkjum þessara lyfja­fyrir­tækja.

Líf­tækni­lyf eru flókin og dýr í þróun og fram­leiðslu, en með til­komu hlið­stæðu­lyfja eykst sam­keppni, verð lækkar og fleiri ein­stak­lingum gefst kostur á með­ferð.