Eftir­litið hefur lokið skoðun á um­sókn um markaðs­leyfinu með út­skipti­leika við Humira og stað­fest að fram­lögð gögn sýni að kröfur um út­skipti­leika séu upp­fylltar.

Veiting markaðs­leyfis í Banda­ríkjunum verði nú háð full­nægjandi niður­stöðu komandi endur­út­tektar á fram­leiðslu­að­stöðu fyrir­tækisins og gerir Al­vot­ech ráð fyrir að lyfja­eftir­litið geri út­tektina á fyrsta árs­fjórðungi 2023.

Lyfjaeftirlitið hefur jafn­framt stað­fest að stofnunin geri ekki frekari at­huga­semdir við um­sókn Al­vot­ech um markaðs­leyfi fyrir AVT02 sem hlið­stæðu með út­skipti­leika við Humira í háum styrk. Megin­skil­yrðið sem eftir er að upp­fylla fyrir veitingu leyfis til markaðs­setningar er því einnig full­nægjandi niður­staða út­tektarinnar.

„Það er mjög á­nægju­legt að fá stað­festingu frá FDA á því að stofnunin geri ekki frekari at­huga­semdir""

Róbert Wess­man, stofnandi og stjórnar­for­maður Al­vot­ech segist mjög spenntur fyrir því að hefja markaðs­setningu lyfsins í Banda­ríkjunum 1. júlí 2023 og er sann­færður um að líf­tækni­hlið­stæða Al­vot­ech með út­skiptan­leika muni auka að­gengi sjúk­linga í Banda­ríkjunum.

„Það er mjög á­nægju­legt að fá stað­festingu frá FDA á því að stofnunin geri ekki frekari at­huga­semdir við um­sókn um markaðs­leyfi fyrir út­skipti­lega líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu Al­vot­ech og að unnt verði að veita leyfið þegar Al­vot­ech hefur upp­fyllt skil­yrði FDA með komandi út­tekt, sem við reiknum með að muni eiga sér stað á fyrsta árs­fjórðungi næsta árs,“ segir Róbert.