Ný­verið var gengið frá kaupum Reykja­neskla­sans ehf. á byggingum Norður­áls í Helgu­vík. Reykja­nesklasinn fyrir­hugar að koma þar upp „Grænum iðn­garði“ sem hýst getur inn­lend og er­lend fyrir­tæki sem þurfa rými fyrir sprota­starf, rann­sóknar- og til­rauna­starf­semi, þróun, fram­leiðslu og sam­setningu á vörum eða að­stöðu fyrir fisk­eldi og ræktun.

Hús­næðið sem er um 25 þúsund fer­metrar að grunn­fleti hefur staðið autt um ára­bil. Á­ætlað er að hús­næðið verði um 35 þúsund fer­metrar þegar um­breytingu þess er lokið. Garðurinn er stað­settur í nokkurra mínútna fjar­lægð frá höfninni í Helgu­vík og verður enska heiti Græna iðn­garðsins Iceland Eco-Business Park.

Fréttablaðið/Mynd aðsend

Mark­mið garðanna er að styrkja sam­keppnis­stöðu fyrir­tækjanna í hring­rásar­hag­kerfinu. Þau fyrir­tæki sem hafa á­huga á að koma á fót starf­semi í græna iðn­garðinum leitast við að haga starf­semi sinni á þann hátt að minnka úr­gang eins og kostur er. Hvers konar úr­gangur frá starf­semi fyrir­tækjanna er endur­nýttur eða nýttur sem auð­lind fyrir önnur fyrir­tæki í garðinum. Í sam­starfi fyrir­tækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfs­fólki að­laðandi og spennandi um­hverfi.
Kjartan Ei­ríks­son, einn af stofn­endum garðanna segir að með grænum iðn­garði skapast tæki­færi fyrir fjölda fyrir­tækja að nýta sér ein­staka að­stöðu og auð­lindir Reykja­ness.

„Stað­setning garðsins við al­þjóða­flug­völl og höfn skapar líka mikil tæki­færi. Við vonum að þessi nýja starf­semi geti einnig eflt enn frekar allt sam­fé­lagið í kringum Græna iðn­garðinn, aukið fjöl­breytni starfa og tæki­færa fyrir fólk með ó­líka menntun, bak­grunn og þekkingu,“ segir Kjartan.

Innan Græna iðn­garðsins verður starf­ræktur hópur sem saman­stendur af full­trúum fyrir­tækja í garðinum. Mark­mið hópsins er að skapa aukin verð­mæti með sam­starfi fyrir­tækjanna tengt ný­sköpun og hring­rásar­málum.

Fréttablaðið/Mynd aðsend

„Hús Sjávar­kla­sans sem er um 3000 fer­metrar að stærð, hefur í röskan ára­tug boðið frum­kvöðlum skrif­stofu­að­stöðu. Með þessari rösk­lega tí­földun á að­stöðu opnast tæki­færi fyrir frum­kvöðla til að fara í mun stærra hús­næði fyrir marg­háttaða starf­semi og hvers konar fram­leiðslu,“ segir Þór Sig­fús­son, annar stofnandi garðsins.