Bónus var oftast með lægsta verðið, í 50 tilvikum, en Forlagið næst oftast, í 25 tilvikum. Penninn Eymundsson var oftast með hæsta verðið, í 43 tilvikum. Mesta úrvalið var í Forlaginu og hjá Pennanum Eymundsson, en þar fengust annars vegar 80 og hins vegar 79 titlar af þeim 91 sem ASÍ kannaði verð á. Mest var 88 prósenta eða 2.009 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn. Hæst var verðið í Pennanum Eymundsyni, 4.299 en lægst í Forlaginu, 2.290 kr.

Í Nettó voru engar verðmerkingar á bókum til staðar á sölustað og gat verðtökufulltrúi verðlagseftirlitsins því ekki tekið niður verð. Þetta samræmist ekki reglum Neytendastofu um verðmerkingar sem kveða á um að verðmerkja skuli vöru hvar sem hún er til sýnis og að auðvelt eigi að vera að sjá verð vöru og þjónustu á sölustað.

Neytendur ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört í verslunum á þessum árstíma.

1.500-3000 kr. munur á hæsta og lægsta verði á bókatitlum í helmingi tilfella

Oft var mikill verðmunur á bókatitlum, en í um helmingi tilfella eða 40 af 81 var yfir 1.500 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á bókatitlum. Þannig var 1.500-2000 kr. munur á hæsta og lægsta verði á 23 bókatitlum en 2.000-2.500 kr. munur á 13 bókatitlum. Í fjórum tilvikum var yfir 2.500 kr. munur á hæsta og lægsta verði.

Bónus var oftast með lægsta verðið á bókatitlum, í 50 tilvikum en Forlagið næst oftast, í 25 tilvikum. Forlagið var með lægsta verðið á öllum þýddum skáldverkum en Bónus með lægsta verðið í öðrum flokkum ef bækurnar fengust í versluninni. Penninn Eymundsson var oftast með hæsta verðið, í 43 tilvikum, Salka í 16 tilvikum og Forlagið í 13 tilvikum.

Forlagið og Penninn voru með mesta úrvalið, 80 og 79 titla af 91, sem kannað var verð á.. Minnsta úrvalið var hjá Heimkaup en þar fengust 38 titlar af 81 en næst minnsta úrvalið var í Bónus þar sem 50 titlar fengust.