Sam­herji sagði upp í gær allri á­höfn Önnu EA 305, stærsta línu­veiði­skipi landsins. Um er að ræða 18 skip­verja, þar á meðal skip­stjóra, en þeim var öllum gert að hætta störfum sam­dægurs. Þetta stað­festir Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Skipið er í eigu fjár­festinga­fé­lagsins Sæ­bóls sem á og rekur út­gerða­fé­lagið Sam­herja.

„Nú standa fyrir breytingar á skipinu þannig það þarf að stoppa það í tölu­verðan tíma á meðan,“ segir Kristján.
„Þetta eru ýmsar breytingar, lag­færingar og við­gerðir til að þess að bæta í vinnslu og annað slíkt. Þetta er við­hald sem kemur alltaf á gömul skip.“

Línu­veiði­skipið er 52 metra langt og 11 metra og er eina skipið á landinu sem dregur línuna í gegnum brunn í miðjum báti. Fá skip í heiminum eru þannig út­búin.

Síðustu tvö ár hefur þó skipið verið gert út sem neta­bátur og þarf því að breyta ýmsu í sam­ræmi við það að sögn Kristjáns.

Unn­steinn Lín­dal Jens­son var skip­stjóri á Önnu EA og er heimahöfnin á Akureyri.

Skipið hét áður Car­isma Star og var smíðað í Noregi 2001 og fór í gagn­gera yfir­halningu árið 2008. Sam­herji gekk frá kaupum á Car­isma Star árið 2013 og var það nefnt Anna EA.