Álf­heiður Ágústs­dóttir, sem gegnt hefur starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála og inn­kaupa hjá Elkem Ís­land undan­farin ár, hefur tekið við starfi for­stjóra verk­smiðjunnar. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Elkem Ís­land.

Sam­kvæmt til­kynningunni hefur frá­farandi for­stjóri, Einar Þor­steins­son, óskað eftir því að draga úr vinnu­fram­lagi sínu og á­byrgðum af per­sónu­legum á­stæðum. Hann mun taka sér stöðu við hlið ný­ráðins for­stjóra sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinnu­markaðar.

Álf­heiður hóf störf hjá Elkem Ís­land sem sumar­starfs­maður árið 2006, fyrst í fram­leiðslunni og síðar á fjár­mála­sviði. Í upp­hafi sinnti hún ýmsum störfum hjá Elkem sam­hliða námi sínu í reiknings­haldi og endur­skoðun og hefur síðan verið í fullu starfi frá árinu 2009.

„Ég þekki okkar frá­bæra starfs­fólk og grunn­þætti verk­smiðjunnar vel eftir öll þessi ár hér á Grundar­tanga. Þekkingin og sam­heldnin sem hér er til staðar er öflugt hreyfi­afl og það er mikill heiður að fá að leiða þennan stór­kost­lega hóp á­fram til góðra verka á tímum sem krefjast örra breytinga og að­lögunar,“ er haft eftir Álf­heiði í til­kynningunni.

„Ég er viss um að saman muni okkur takast að leggja grunn að far­sælu starfi í góðri sátt við bæði um­hverfi okkar og við­skipta­vini til langrar fram­tíðar. Í þeim efnum mun á­fram­haldandi nær­vera og þekking for­vera míns vafa­laust skipta miklu máli og ég vil nota þessi tíma­mót til þess að þakka Einari Þor­steins­syni fyrir sitt mikla fram­lag til,“ segir hún þar enn fremur.