Alfa Framtak vinnur að því að safna í nýjan framtakssjóð, Umbreytingu II. Fyrir rekur fyrirtækið Umbreytingu I. Sjóðurinn hefur fjárfest í Nox Health, Borgarplasti, Gröfu og Grjóti, Greiðslumiðlun Íslands, Málmsteypu Þorgríms Jónssonar og Nordic Visitor. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, segir það feng að fá Markús til liðs við félagið. „Það er fengur fyrir Alfa Framtak að fá Markús til liðs við okkur. Framundan eru stór verkefni, sem fela í sér að efla þau fyrirtæki sem við höfum nú þegar fjárfest í og að koma nýjum framtakssjóði úr höfn. Markús býr yfir þekkingu og reynslu sem mun reynast dýrmæt á þeirri vegferð sem við erum á."