Álverið Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði tapaði 8,5 milljónum dollara, jafnvirði 1,1 milljarði króna árið 2018, samanborið við 78 milljón dollara hagnað, jafnvirði 9,8 milljarða króna, árið áður.

Til samanburðar tapaði Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dollrum eða sem jafngildir um 50 milljónum króna í fyrra en Norðuráls á Grundartanga var rekið með rúmlega 4,5 milljóna dollara hagnaði á árinu 2018, jafnvirði um 567 milljóna króna.

Tekjur Aloca Fjarðaráls jukust um sjö prósent á milli ára og námu 784 milljónum dollara, jafnvirði 98,7 milljörðum króna. Rekstrargjöld jukust um 22 prósent á milli ára og námu 771 milljón dollara.

Norðmaðurinn Tor Arne Berg mun taka við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls um mánaðarmótin september-október. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Þór Ás­munds­syni, sem lét af störfum að eigin ósk í júlí síðast­liðnum, en Smári Kristins­son hefur gegnt stöðunni síðan þá.

Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Hann hefur starfað sem forstjóri Lista í Noregi frá árinu 2017 en þar á undan stýrði hann starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu. Þar var hann meðal annars yfirmaður framkvæmdastjóra steypuskála hjá Fjarðaáli.