Álverið Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði tapaði 8,5 milljónum dollara, jafnvirði 1,1 milljarði króna árið 2018, samanborið við 78 milljón dollara hagnað, jafnvirði 9,8 milljarða króna, árið áður.
Til samanburðar tapaði Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dollrum eða sem jafngildir um 50 milljónum króna í fyrra en Norðuráls á Grundartanga var rekið með rúmlega 4,5 milljóna dollara hagnaði á árinu 2018, jafnvirði um 567 milljóna króna.
Tekjur Aloca Fjarðaráls jukust um sjö prósent á milli ára og námu 784 milljónum dollara, jafnvirði 98,7 milljörðum króna. Rekstrargjöld jukust um 22 prósent á milli ára og námu 771 milljón dollara.
Norðmaðurinn Tor Arne Berg mun taka við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls um mánaðarmótin september-október. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Þór Ásmundssyni, sem lét af störfum að eigin ósk í júlí síðastliðnum, en Smári Kristinsson hefur gegnt stöðunni síðan þá.
Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Hann hefur starfað sem forstjóri Lista í Noregi frá árinu 2017 en þar á undan stýrði hann starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu. Þar var hann meðal annars yfirmaður framkvæmdastjóra steypuskála hjá Fjarðaáli.