Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að bandaríska leigufélaginu bæri ekki að greiða allar skuldir WOW air við Isavia heldur einungis skuldir vegna einnar þotu sem ALC leigði til íslenska flugfélagsins.

Ríkisútvarpiðgreinir frá en þar er haft eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni ALC, að dómarinn í málinu hafi eingöngu verið að standa með fyrri úrskurði sínum. Þótt Isavia láti reyna á málið fyrir Landsrétti fresti það ekki réttaráhrifum úrskurðarins og því geti ALC fengið þotuna aftur strax.

Þá segir hann að nú verði að skoa hvort Isavia sé skaðabótaskylt þar sem ALC hafi orðið fyrir talsverðu tjóni vegna málsins.

Þotan hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í nærri fjóra mánuði en Isavia kyrrsetti hana í kjölfar gjaldþrot WOW air. Var talið að skuldir WOW air við Isavia næmu um tveimur milljörðum króna.