Al­mennu hluta­fjár­út­boði Nova Klúbbsins hf. lauk á föstu­daginn. Það bárust rúm­lega 5000 á­skriftir og hefur verið ákveðið að stækka út­boðið.

Kemur þetta fram í til­kynningu frá Nova, en and­virði á­skriftanna var um tólf milljarðar króna, sem sam­svarar tvö­faldri eftir­spurn ef miðað er við grunn­stærð út­boðsins. Heildar­virði seldra hluta var tæp­lega 8.7 milljarðar króna.

Þá segir í til­kynningunni að að tæp­lega þre­föld eftir­spurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í á­skriftar­bók A, miðað við grunn­stærð út­boðsins. Einnig var eftir­spurn eftir ríf­lega öllum hlutum sem boðnir voru í á­skrifta­bók B. Endan­legt út­boðs­gengi í báðum á­skrifta­bókum nam 5.11 krónum á hlut.

Það hefur verið á­kveðið að stækka út­boðið til að mæta á­huga fjár­festa, en stækkunin nemur um tuttugu prósent í þágu á­skriftar­bókar A. Fjár­festum verður til­kynnt um út­hlutanir á morgun. Gjald­dagi er 16. júní og og er ráð­gert að af­hending hinna nýju hluta til fjár­festa fari fram þann 20. júní.

„Við erum hæst­á­nægð að fá að bjóða vel­komna um 5.000 manns til að taka þátt í að stuðla að á­fram­haldandi upp­byggingu stærsta skemmti­staðar í heimi. Þá er sér­stak­lega á­nægju­legt að sjá þátt­töku nú­verandi við­skipta­vina en um 1.500 þeirra tóku þátt í út­boðinu. Nú tekur við næsti kafli í sögu Nova sem skráð fé­lag og erum við spennt að hringja bjöllunni þann 21. júní næst­komandi,“ segir Margrét Tryggva­dóttir, for­stjóri Nova í til­kynningunni.