Innlent

Þakk­látir starfs­fólki og segja bankann hafa beðið af­hroð

Stjórn­endur Sam­herja eru á­nægðir með niður­stöður Hæsta­réttar um að á­kvörðun Seðla­bankans að leggja stjórn­valds­sekt á fyrir­tækið hafi ekki verið leyfi­leg. Segjast þakk­látir starfs­mönnum sínum.

Þorsteinn Már Baldvinsson þakkar starfsmönnum fyrirtækisins fyrir þrautseigju og þolinmæði á meðan málaferlum stóð. Fréttablaðið/Auðunn

Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ segir í pósti stjórnenda Samherja til starfsmanna en afrit af honum var einnig sent á fjölmiðla.

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um ógildingu ákvörðunar Seðlabankans um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Bankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál og í apríl 2013 beindi hann kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna.

Þakklæti efst í huga

Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar og var málið aftur sent til Seðlabankans. Í kjölfarið voru fjórir einstaklingar kærðir sem voru í forsvari eða stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum. Sérstakur saksóknari endursendi einnig þá kæru í september 2015 áður en Seðlabankinn tók ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 15 milljónum króna á Samherja.

Í póstinum, sem þeir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri þess, skrifa undir, segir að þakklæti sé þeim efst í huga.

Misstu aldrei trúna

„Þið sem hafið staðið þétt við bakið á okkur í gegn um árin. Það er þungbært að sitja undir ásökunum jafn valdamikillar stofnunar og Seðlabanka  Íslands. Með slíkum þunga getur verið auðvelt að brjóta niður samstöðu fólks. Takk kæru starfsmenn fyrir stuðninginn og alla vinnuna sem þið hafið lagt á ykkur.“

Þá þakka þeir fyrir að starfsmenn hafi aldrei misst trúna á meðan ferlinu stóð og að þeir hafi lagt sig fram að vinna störf sín í samræmi við lög og reglur.

„Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Samstaða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt,“ segir að lokum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Seðlabankanum ekki heimilt að sekta Samherja

Innlent

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Innlent

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Auglýsing

Nýjast

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Upp­bygging Vestur­bugtar í upp­námi

Icelandair hækkar enn í kjöl­far WOW-vand­ræða

Auglýsing