Innlent

Á­kæra gefin út í Icelandair-máli

Héraðs­sak­sóknari hefur gefið út á­kæru í Icelandair-máli. Yfir­maður fé­lagsins er grunaður um að hafa nýtt sér inn­herja­upp­lýsingar í slag­togi við þrjá aðra menn og átt í við­skiptum nokkrum dögum fyrir kol­svarta af­komu­til­kynningu.

Maðurinn var yfirmaður hjá Icelandair Group en grunur leikur á að hann hafi nýtt sér innherjaupplýsingar í slagtogi við þrjá aðra menn. Fréttablaðið/Anton Brink

Gefin hefur verið út ákæra á hendur yfirmanni hjá Icelandair sem sendur var í leyfi frá störfum síðasta sumar vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Það staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Fréttablaðið en embættið lauk á dögunum rannsókn vegna málsins.

Sjá einnig: Rannsókn lokið í Icelandair-máli

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí í fyrra en skömmu síðar kom í ljós að yfirmaðurinn hefði verið í slagtogi við að minnsta kosti þrjá aðra menn, sem einnig liggja undir grun vegna málsins. Einn þeirra hlaut fyrir ekki svo löngu fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. 

Eru þeir grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í nokkur skipti sem þeir fengu frá yfirmanninum til að gera framvirka samninga með hlutabréf í félaginu Icelandair Group. Eiga samningarnir að hafa verið gerðir nokkrum dögum áður en félagið sendi frá sér kolsvarta afkomutilkynningu til Kauphallar í febrúar á síðasta ári. 

Kyrrsettar eignir upp á tugi milljóna króna

Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt.

Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna í tengslum við rannsókn málsins sem eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Rannsókn lokið í Icelandair-máli

Innlent

Samsett hlutfall VÍS endaði í 98,5 prósentum

Innlent

Guide to Iceland stefnir inn á gistimarkaðinn

Auglýsing

Nýjast

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing