Erlent

AirBaltic leitar fjárfesta

Til greina kemur að skrá lettneska flugfélagið AirBaltic á hlutabréfamarkað.

Fréttablaðið/Getty

Flugfélagið AirBaltic, sem er í áttatíu prósenta eigu lettneska ríkisins, hefur falið fjárfestingarbankanum Greenhill að leggja mat á fjármögnunarkosti félagsins og leita í leiðinni að kaupanda á hlut í því.

„Á síðustu árum hefur AirBaltic tekist að bæta frammistöðu sína á meðan nokkur flugfélög hafa horfið af markaðinum,“ segir Martin Gauss, forstjóri AirBaltic, að því er fram kemur í umfjöllun danska ferðavefjarins Standby Nordic

Forstjórinn segir að til þess að vaxa áfram í samræmi við áætlanir þurfi flugfélagið á frekari fjármögnun að halda. Félagið hafi þannig ráðið bankann Greenhill sem ráðgjafa til þess að meta þá fjármögnunarkosti sem standi því til boða.

Lettneskir fjölmiðlar greindu frá því í desembermánuði að nokkrir fjárfestar hefðu sýnt flugfélaginu áhuga. Til greina kæmi enn fremur að skrá félagið á hlutabréfamarkað.

Gauss sagði á þeim tíma að fjárfestingarbankar hefðu verið ráðnir til þess að skoða hvort hlutabréfaskráning væri raunhæfur kostur fyrir félagið. AirBaltic væri orðið arðsamt og jafnframt „mikilvægt flugfélag í Evrópu. Kannski fleytum við félaginu á hlutabréfamarkað,“ sagði Gauss.

AirBaltic, sem er eins og áður sagði í áttatíu prósenta eigu lettneska ríkisins, flýgur til yfir sjötíu áfangastaða frá borgunum Riga, Tallinn og Vilnius. Danski fjárfestirinn Lars Thuesen fer með tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu í gegnum lettneska félagið Aircraft Leasing 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Erlent

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Erlent

Deutsche Bank greiðir hæstu vextina

Auglýsing

Nýjast

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Skúli hafnar sögusögnum og segir viðræður ganga vel

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Auglýsing