Norður­sigling á Húsa­vík tapaði 102 milljónum króna á rekstrar­árinu 2018 en tap var einnig á rekstri fé­lagsins árið 2017 og skýrist tapið að stórum hluta af kostnaðar­auka í fjár­festingum utan kjarna­starf­semi fé­lagsins á liðnum árum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Þar kemur fram að breytingar hafi orðið á hlut­hafa­hóp fyrir­tækisins á síðasta ári og í kjöl­farið hefur Norður­sigling breytt á­herslum sínum og hefur fé­lagið meðal annars hætt rekstri veitinga­staða á Húsa­vík og Hjalt­eyri og lagt niður dóttur­fé­lag sitt í Noregi.

Í til­kynningunni kemur fram að mark­miðið með þessum að­gerðum sé að draga úr á­hættu og auka arð­semi. Önnur verk­efni hafi gengið vel. Þannig er Norður­sigling frum­kvöðull í stofnun Sjó­baðanna á Húsa­vík (GeoSea) og jafn­framt stærsti hlut­hafinn. Að­sókn í Sjó­böðin hefur verið mjög góð frá opnuninni fyrir ári síðan og gefur góð fyrir­heit um fram­tíðina.

Megin­á­hersla eftir þessa endur­skipu­lagningu er á kjarna­starf­semi, sem er hvala­skoðunar­siglingar á Skjálfanda og á Hjalt­eyri þar sem fé­lagið hefur sterka stöðu. Endur­skipu­lagning á rekstri fé­lagsins er þegar farin að skila árangri. Þrátt fyrir erfitt veður­far á Norður­landi í sumar hefur af­koman það sem af er á árinu 2019 stór­batnað frá árinu 2018.

„Eftir erfið ár þar sem vöxtur Norður­siglingar var of hraður utan kjarna­starf­semi hefur tekist að snúa rekstrinum til betri vegar. Á­fram munum við leggja á­herslu á að­hald í rekstri með á­herslu á okkar kjarna­starf­semi á Húsa­vík. Við teljum að sam­göngu­bætur á okkar svæði á Norð­austur­horninu, t.a.m. með til­komu Vaðla­heiðar­ganga og nýjum upp­byggðum Detti­foss­vegi muni leiða til þess að ferða­þjónusta á okkar starfs­svæði geti blómstrað á komandi árum" segir Valdimar Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Norður­siglingar hf á Húsa­vík.