Innlent

Aðhaldið eigi að leiða til hærri vaxta fremur en sterkari krónu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísar á bug gagnrýni á sérstaka bindisskyldu á innflæði fjármagns. Markmiðið hafi verið að beina aðhaldi peningastefnunar í ríkari mæli til hærri vaxta fremur en hærra gengis.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Fréttablaðið/Ernir

Það að hin sérstaka bindiskylda á innflæði fjármagns hafi stuðlað að hærri vöxtum hér á landi en ella er ekki sérlega vel ígrunduð gagnrýni, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Þvert á móti hafi markmið bindiskyldunnar verið að beina aðhaldi peningastefnunnar í ríkari mæli til hærri vaxta fremur en hærra gengis.

Þetta kom fram í máli Más á kynningarfundi peningastefnunefndar, þar sem meðal annars var tilkynnt um óbreytta stýrivexti. Már ræddi gagnrýni sem Seðlabankinn hefur sætt vegna hinnar sérstöku bindiskyldu bankans og framkvæmdar hennar en hún á að draga úr áhættu sem getur fylgt óhóflegu fjármagnsinnstreymi til landsins. 

Raungengi hátt í sögulegu samhengi

Már sagði að án bindiskyldunnar væru vextir hér á landi vissulega lægri um þessar mundir en að á sama tíma væri gengi krónunnar hærra. Raungengi um þessar mundir sé mjög hátt í sögulegu samhengi og ef það hækkaði mikið meira í bráð myndi því fylgja aukin áhætta og álag á útflutningsatvinnuveginn.  

 „Þau áhrif yrðu að vísu að öllum líkindum tímabundin, þó þau geti verið töluvert langvarandi, enda bæði hagfræðilegar kenningar og tölfræðirannsóknir til þess að fjárstreymistæki af þessu tagi hafi ekki til lengdar áhrif á raungengi, ekki frekar en peningastefna almennt,“ sagði Már á fundinum. 

Sem fyrr segir munu stýrivextir haldast óbreyttir, eða 4,25 prósent. Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofa Íslands birti 9. mars var hagvöxtur 3,6 prósent í fyrra, sem er nálægt því sem Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í febrúarhefti Peningamála.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að verðbólga í febrúar hafi verið 2,3 prósent og hafði minnkað úr 2,4 prósent í janúar.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stýrivextir haldast ó­breyttir

Innlent

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Innlent

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Auglýsing

Nýjast

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Auglýsing