Talið er að Ágúst og Lýður Guðmundssynir séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni.

Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar; Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur. Ekki hafa legið fyrir óyggjandi upplýsingar um eignarhaldið á Dekhill en Þórður Snær segir í bók sinni að starfs­menn skatt­rann­sókna­stjóra telji að Ágúst og Lýður séu eigendurnir. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um sölu á Búnaðarbankanum var aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingunni á Búnaðarbankanum árið 2003 aðeins til málamynda. Þau hlutabréf sem þýski bankinn Hauck & Auf­häuser keypti í Búnaðarbankanum seld með milljarða króna hagnaði. 

Hagnaðurinn sat á bankareikningi Well­ing & Partners, sem var aflandsfélag þýska bankans, og var greiddur út árið 2006. Ólafur Ólafsson fékk rúman helming hagnaðarins í gegnum aflandsfélagið Marine Choice Limited en restin rann til Dekhill Advisors.

Við gerð skýrslunnar voru bræðurnir spurðir hvort að þeir stæðu á bak við Dekhill en þeir sögðust ekki kannast við það. Ágúst og Lýður voru stærstu hluthafarnir í Kaupþing í gegnum félagið Exista.