Verslunin Aftur stækkar við sig og flytur í glæsilegt húsnæði við Laugaveg 45. Aftur var stofnað árið 1999 en síðustu ár hefur verslunin verið á Laugavegi 39 og flytur sig því aðeins nokkrum húsum neðar í götunni.

Fatamerkið Aftur sérhæfir sig í endurunnum flíkum og leggur áherslu á umhverfismál og endurnýtingu.

Bára Hólmgeirsdóttir, hönnuður er eigandi verslunarinnar Aftur en hún hlaut viðurkenninguna Eldhugi í umhverfismálum 2020 í sumar.

Bára var langt á undan sinni samtíð þegar hún hóf að hanna og selja föt undir merkjum verslunar sinnar Aftur árið 1999.  Hún hefur tileinkað sér hugmyndafræðina um endurnýtingu og umhverfisvænan lífsstíl m.a. með því að taka gamlar flíkur úr gæðaefnum og auka virði þeirra með því að skapa úr þeim einstaka hönnunarvöru. Áður en hún stofnaði Aftur var hún í vintage bransanum og verslaði með notuð föt.

Kæru þið 🙌🏻 Við erum með spennandi fréttir ✨ Við ætlum að stækka við okkur og flytja AFTUR á Laugarveg 45. Við erum á...

Posted by Aftur on Wednesday, 14 October 2020

Verslun My Concept Store var áður til húsa að Laugavegi 45 en versluninni var lokað í ágúst eftir sex ár í rekstri. Húsnæðið er hið glæislegasta og mun Aftur taka sig vel út í rýminu.