Sú á­kvörðun Rio Tin­to Al­can að af­skrifa ál­verið í Straums­vík úr bókum sínum hefur engin á­hrif á samninga­við­ræður fyrir­tækisins við Lands­virkjun. Þetta segir Ragn­hildur Sverris­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Lands­virkjunar.

„Okkur er fylli­lega kunnugt um erfiða stöðu á álmörkuðum og höfum leitast við að styðja við­skipta­vini okkar af því til­efni, Rio Tin­to sem aðra,“ segir Ragn­hildur og bætir við:

„Við gerum á­fram allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikil­væga við­skipta­vini og höfum lagt fram til­boð sem gerir ISAL mjög sam­keppnis­hæft, en við látum ekki ís­lensku þjóðina niður­greiða fram­leiðslu­kostnað al­þjóð­legra stór­fyrir­tækja.“

Alls nemur af­skrift Rio Tin­to á starf­seminni í Straums­vík 269 milljónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Þetta kemur fram í upp­gjöri fé­lagsins fyrir fyrri helming árs 2020. Í skýringum með upp­gjörinu kemur fram að fyrir­tækið hafi gert margar til­raunir til „að eiga í upp­byggi­legum við­ræðum við Lands­virkjun, en hafi nú komist að þeirri niður­stöðu að Lands­virkjun sé ekki reiðu­búin að lækka raf­orku­verð [til ÍSAL] sem ein­hverju nemur.“

Jafn­framt sagði Rio Tin­to að ef ekki næðist að gera bragar­bót á stöðu þeirra gagn­vart Lands­virkjun sé fyrir­tækinu sá eini kostur mögu­legur að slíta raf­orku­samningnum og hefja lokun ál­versins. Rio Tin­to lokaði ný­verið einu ál­vera sinna við Tiwai Point á Nýja-Sjá­landi. Ál­verið við Tiwai Point tapaði um 46 milljónum dala á árinu 2019, eða um 6,5 milljörðum króna.

Til saman­burðar tapaði ál­verið í Straums­vík um 13 milljörðum króna á síðasta ári, en er fram­leiðslu­geta Straums­víkur þó nærri helmingi minni en Tiwai Point.