Innlent

Áfram lækkar Icelandair

Greinendur urðu fyrir vonbrigðum með uppgjör Icelandair. Fréttablaðið/Valli

Verð hlutabréfa Icelandair hefur lækkað um 3,5 prósent í 37 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. 

Icelandair lækkaði um 15,9 prósent síðasta föstudag í kjölfar birtingar á uppgjöri sem sýndi talsvert verri afkomu en greinendur gerðu ráð fyrir. Á kynningu fyrir fjárfesta sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að hann teldi að „miklu meiri agi“ yrði á framboði á evrópskum flugmarkaði á næstu misserum. 

Sjá einnig: Býst við „miklu meiri“ aga á fram­boðinu

Icelandair Group hyggst ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2019 á þessu stigi. Ástæðurnar eru sagðar meiri óvissa í tekjuspám farþegatekna en áður sem og óvissuástand á íslenskum vinnumarkaði.

Þá hafði Fréttablaðið eftir greinanda hjá Landsbankanum að Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group sem nú hefur verið sett á sölu, væri líklega ein af stærstu ástæðunum á bak við mikinn tekjusamdrátt ferðaþjónustufélagsins á milli fjórðunga.

Sjá einnig: Telur tekjuhöggið skrifast á Iceland Travel

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Innlent

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Innlent

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Auglýsing

Nýjast

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Skúli hafnar sögusögnum og segir viðræður ganga vel

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Auglýsing