Aflandskrónur hafa lækka lækkað um sex milljarða það sem af er ári og eignarhaldið orðið verulega samþjappað. Aflandskrónueigendur sem eiga um 50 milljarða króna sem eru að megninu til auðseljanlegar. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í morgun.

Fram kom í Markaðnum í júní að Seðlabankinn hafi keypt aflandskrónur undir lok aprílmánaðar fyrir jafnvirði á þriðja milljarðs króna. Á þeim tíma hafði talsvert af slíkum kvikum krónueignum verið að leita úr landi í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og sett þrýsting á gengi krónunnar.

Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Seðlabankinn aflandskrónurnar af bandaríska sjóðastýringarfyrirtækinu Loomis Sayles, sem á um helming allra aflandskrónueigna,.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í fréttinni að rétt væri að eitthvað af þessum aflandskrónum hafi farið að hreyfast eftir að kórónaveiru­faraldurinn brast á í marsmánuði.

„Í samræmi við fyrri yfirlýsingu Seðlabankans höfum við komið í veg fyrir að sú þróun hafi haldið áfram, með því að eiga nýlega í beinum viðskiptum um kaup á aflandskrónum. Þannig höfum við tryggt að þær eignir leiti ekki úr landi og raski stöðugleika á gjaldeyrismarkaði,“ sagði Ásgeir.