Innlent

Afkoma TM 700 milljónum undir væntingum

Ó­hag­stæð þróun á verð­bréfa­mörkuðum og aukning í tjóna­kostnaði setja mark sitt á af­komu TM.

Höfuðstöðvar Tryggingamiðstöðvarinnar. Ljósmynd/Tryggingamiðstöðin

Afkoma Tryggingamiðstöðvarinnar verður umtalsvert verri en rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir. Í afkomu viðvörun frá Tryggingamiðstöðinni segir að óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum ásamt aukningu í tjónakostnaði hafi valdið frávikinu. 

Gerir félagið nú ráð fyrir að tap fyrir skatta verði um 200 milljónir króna en rekstarspá hafði gert ráð fyrir 500 milljóna króna hagnaði.

Fjárfestingatekjur verða um 315 milljónir króna samanborið við 620 milljónir samkvæmt spá félagsins og samsett hlutfall verður um 109% samanborið við spá um 100% hlutfall. Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 23. ágúst.

Greint var frá afkomuviðvörun Vátryggingafélags Íslands á þriðjudaginn en það var önnur afkomuviðvörun félagsins á ársfjórðungnum. VÍS sér fram á að tapa 300 milljónum en upphaflega var gert ráð fyrir hagnaði upp á 792 milljónir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Afkoma VÍS yfir milljarði lakari en spá félagsins

Innlent

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Innlent

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Auglýsing

Nýjast

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing