Af­koma ríkis­sjóðs fyrstu sex mánuði ársins er 27 milljörðum króna betri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir. Betri af­koma skýrist af sterkari tekju­vexti en búist var við sem er að miklu leiti drifinn á­fram af efna­hags­bata sem hefur verið um­fram væntingar. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins þar sem vísað er til hálfs­árs­upp­gjörs Fjár­sýslunnar sem birt var í dag.

Efna­hags­batinn birtist hvað best á vinnu­markaði þar sem at­vinnu­leysi nálgast hratt það stig sem það var áður en Co­vid-far­aldurinn hófst og benda kannanir meðal fyrir­tækja til þess að lausum störfum hafi fjölgað tölu­vert sem bendir til að at­vinnu­leysi muni minnka enn frekar. Þá hefur ferða­mönnum fjölgað og heimilin orðin jafn bjart­sýn á á efna­hags­horfur og þegar best lét árin 2016 og 2017.

„Með hlið­sjón af af­komu­þróuninni sem af er ári og vís­bendingum sem felast í endur­skoðuðum efna­hags­spám eru líkur á að af­koma ríkis­sjóðs fyrir árið í heild sinni og af­koman á næsta ári verði betri en vænst var í fjár­mála­á­ætlun,“ segir í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins. „Fram­vindan á tíma­bili fjár­mála­á­ætlunar gæti því orðið nærri þeim bjart­sýnu sviðs­myndum sem birtar hafa verið.“

Enn mikil óvissa en áhrif faraldursins mun minni

Halli á rekstri ríkis­sjóðs var 119 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins, svipað og á sama tíma og í fyrra, en aftur á móti voru tekjur ríkis­sjóðs reyndust 57,8 milljörðum króna meiri á fyrri helmingi ársins heldur en á sama tíma og í fyrra.

Um er að ræða 16,8 prósent aukningu á tekjum milli ára sem skýrist helst af frestun skatt­greiðslna í tengslum við Co­vid-19. Sé leið­rétt fyrir þeim á­hrifum voru tekjur ríkis­sjóðs um 37 milljörðum króna hærri en á sama tíma­bili og í fyrra. Tekjur af sköttum og tryggingar­gjöldum voru 24,6 milljörðum krónum meiri en gert var ráð fyrir í á­ætlun fjár­laga.

Gjöld á fyrri hluta ársins námu 508 milljörðum króna sem er lítil­lega hærra en á­ætlað var en aukninguna má rekja til að­gerða sem ráðist hefur verið í til að mæta á­hrifum Co­vid-19. Út­lit er fyrir að skulda­staða ríkis­sjóðs á mæli­kvarða laga um opin­ber fjár­mál í lok árs 2021 verði um það bil 35 prósent af vergri lands­fram­leiðslu í stað rúm­lega 37 prósent í gildandi fjár­mála­á­ætlun.

Tekið er fram að enn sé veru­leg ó­vissa sem ríkir líkt og áður um efna­hags­fram­vinduna næstu misseri en að öllu öðru ó­breyttu verður láns­fjár­þörf ríkis­sjóðs minni og á­hrif far­aldursins á skulda­hlut­föll ríkis­sjóðs mun minni en óttast var í fyrstu.