Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Hagræðingaraðgerðir nýs bankastjóra Deutsche Bank koma fram í afkomu ársfjórðungsins sem verður langt umfram væntingar greinenda.

Útibú Deutsche Bank í Kraká í Pólandi. Ljósmynd/Getty Images

Afkoma Deutsche Bank á öðrum fjórðungi ársins verður meira en tvöfalt betri en markaðsgreinendur höfðu þorað að spá, að því er Financial Times greinir frá.

Væntur hagnaður þýska fjárfestingabankans fyrir skatta nemur 700 milljónum evra og 400 milljónum evra eftir skatta samanborið við 822 milljónir og 466 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Bankinn birtir endanlegt uppgjör 25. júlí. 

Þrátt fyrir samdrátt á milli ára er uppgjörið talið mjög gott í ljósi þess að markaðsgreinendur höfðu gert ráð fyrir 321 milljónar evra hagnaði fyrir skatta og 159 milljóna evra hagnaði eftir skatta.

Í tilkynningu um vænta afkomu segist Deutsche gera ráð fyrir tekjum upp á 6,6 milljarða evra sem er 200 milljónum yfir spám. Það gæti slegið á áhyggjur yfir því að hagræðingar bankans kæmu niður á tekjugrunninum. 

Christian Sewing var skipaður bankastjóri Deutsche Bank í byrjun apríl en hann hét því að flýta hagræðingu í rekstri bankans og að taka róttækari aðgerðir til þess að endurskipuleggja starfsemina. Síðan þá hefur starfsgildum verið fækkað um 1.700. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Erlent

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Auglýsing

Nýjast

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Af­koma í ferða­þjónustu á lands­byggðinni versnar

Auglýsing