Erlent

Afkoma Delta versnar vegna hærra olíuverðs

Delta Air Lines glímir við hækkandi verð á flugeldsneyti. Fréttablaðið/Getty

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines lækkaði í dag afkomuspá sína fyrir árið um sextán prósent. Stjórnendur félagsins segjast búast við því að kostnaður við kaup á flugvélaeldsneyti muni hækka um tvo milljarða dala á árinu.

Flugfélagið, sem er það næst stærsta í Bandaríkjunum, gerir nú ráð fyrir að afkoma þess verði á bilinu 5,35 til 5,70 dalir á hlut í ár. Fyrri afkomuspá frá því í janúar síðastliðnum gerði ráð fyrir hagnaði á bilinu 6,35 til 6,70 dali á hlut.

Olíuverð hefur hækkað um meira en 56 prósent á undanförnum tólf mánuðum en olíukostnaður er alla jafna næst stærsti kostnaðarliður flugfélaga á eftir launum. Í frétt Financial Times er bent á að þrátt fyrir fjölgun farþega og myndarlegan tekjuvöxt muni eldsneytishækkanir draga verulega úr hagnaði Delta á árinu.

Tekjur bandaríska flugfélagsins námu 11,8 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og jukust um 10 prósent á milli ára en engu að síður dróst hagnaður félagsins saman um ríflega níu prósent. Munaði mestu um aukinn olíukostnað en hann jókst um 38 prósent á fjórðungnum og nam alls 653 milljónum dala.

Ed Bastian, forstjóri Delta, benti þó á að aðgerðir félagsins til þess að vega á móti hækkandi olíukostnaði - til dæmis að draga úr óarðbæru flugi - væru farnar að skila árangri.

Annar bandarískur flugrisi, American Airlines, lækkaði afkomuspá sína fyrir annan ársfjórðung í gær með þeim afleiðingum að hlutabréf í öllum helstu skráðu flugfélögunum í Bandaríkjunum lækkuðu í verði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Erlent

Debenhams segist ekki glíma við lausafjárskort

Auglýsing