Innlent

Af­gangur Garða­bæjar tals­vert um­fram á­ætlun

Sveitarfélagið skilaði rekstrarafgangi upp á 1,2 milljarða króna.

Íbúafjölgun í Garðabæ var töluvert meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Mynd/Garðabær

Rekstrarafgangur Garðabæjar árið 2017 nam 1.153 milljónum króna og er það töluvert umfram væntingar. Ársreikningur sveitarfélagsins hefur verið birtur og kemur þar fram að gert hafi verið ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 520 milljónir króna. 

Veltufé frá rekstri nam 2.215 milljónum króna sem er um 16 prósent í hlutfalli við rekstrartekjur. Betri rekstrarafkoma skýrist fyrst og fresmt af fjölgun íbúa umfram það sem gert var ráð fyrir. Í árslok 2017 voru íbúar Garðabæjar tæplega sextán þúsund og hafði þeim fjölgað um 3 prósent á milli ára. Gert hafði ráð fyrir 1,5 prósent fjölgun. Íbúafjölgunin hefur í för með sér umtalsverða hækkun skatttekna.

Fjárfestingar á árinu námu rúmlega 2.940 milljónum kr. og hafa aldrei verið meiri. Helstu framkvæmdir voru við íþróttamannvirki sem námu samtals um 1.082 milljónum, byggingarkostnaður Urriðaholtsskóla nam 650 milljónum, kaup  á Vífilsstaðalandi námu 559 milljónum auk gatnaframkvæmda og ýmissa annarra smærri framkvæmda. Sundlaugin við Ásgarð verður opnuð að nýju um miðjan apríl eftir gagngerar endurbætur og þá mun leikskóladeild hefja starfsemi í Urriðaholtsskóla í byrjun apríl.

Lántaka á árinu 2017 nam samtals 1.289 milljónum eða rúmlega 40 prósent af framkvæmdum ársins. Allur rekstrarafgangur var því nýttur til framkvæmda og uppbyggingar innviða bæjarins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Innlent

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Innlent

Ásett fer­metra­verð ný­bygginga hækkað í borginni

Auglýsing

Nýjast

Mun líklegri til að skilja við maka en skipta um banka

Hvítbókin: Ríkið selji í bönkunum

SFS segir alvarlegt að Ágúst fari rangt með mál

Hagkerfið tapar milljörðum á umferðartöfum

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Auglýsing