Um ára­mótin tók gildi 7,8 prósenta hækkun á á­fengis­gjaldi. Að sama skapi var dregið úr af­slætti í toll­frjálsum verslunum sem leiddi til 15 prósenta hækkunar á á­fengi í frí­höfninni. Veitinga­menn og fram­leið­endur segja hækkunina í ár koma til með að hafa í­þyngjandi á­hrif nema stjórn­völd grípi inn í.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur áður sagt að skattar á á­fengi væru komnir að ystu mörkum. Það var hans skoðun að Ís­lendingar ættu að vera með sam­bæri­legt verð og önnur lönd og að taka þyrfti á­fengis­gjöldin til endur­skoðunar eða breyta á­fengis­gjöldum fyrir veitinga­hús.

„Við þurfum líka að styrkja veitinga­húsin, þau eiga að auka fjöl­breytnina og bæta menninguna. Við höfum öll notið góðs af því að fá fleiri ferða­menn og þetta gerir lífið ein­fald­lega skemmti­legra að sjá veitinga­staði og mat­sölu­staði þrífast. Ef við erum með of há á­fengis­gjöld þá er minna svig­rúm eftir til rekstrarins,“ sagði Bjarni.

Ólafur Örn Ólafs­son veitinga­maður segist leiður yfir því að horfa fram á tíma­bil mikilla verð­hækkana á nýju ári. Hann undrast að aukin á­fengis­gjöld virðist vera eina úr­lausnin til að auka tekju­flæði ríkis­sjóðs.

„Okkar á­lagning á á­fengi er nánast ein­göngu skatt­tengd. Ef við kaupum vín­flösku á tvö þúsund krónur þá er skatturinn í kringum 70 prósent. Það mun núna taka við tíma­bil hækkana sem er mjög leiðin­legt af því við vitum að við erum að selja dýra vöru,“ segir Ólafur.

Lauf­ey Sif Lárus­dóttir, for­maður Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa, segir að það þurfi einnig að huga að fram­leið­endum. Hún vill að ís­lenska ríkið beiti sér fyrir þeirri heimild innan EES-samningsins að veita smá­fram­leið­endum allt að 50 prósenta af­slátt af á­fengis­gjöldum. Hún segir að það muni skipta sköpum fyrir lítil fyrir­tæki, mörg hver sem keppa við stærri aðila sem eru í mun betri stöðu hvað aug­lýsingar varðar.

„Það að fá helmings­af­slátt af á­fengis­gjöldum myndi auð­velda lífið mikið fyrir smá­fram­leið­endur en Ís­land er eina landið innan EES sem ekki hefur tekið þessa reglu­gerð upp til að að­stoða litla fram­leið­endur.“

„Þér finnst bara alltaf eins og það sé verið að vinna gegn þér í staðinn fyrir með þér.“

Hún bætir við að margir hand­verks­bruggarar á Ís­landi séu oftar en ekki að sinna annarri vinnu sam­hliða fram­leiðslu. „Þetta er hug­sjóna­starf, þetta er frum­kvöðla­starf og þeir eru búnir að vera haldnir mikilli fórn­fýsi að vera að standa í þessu við ó­mögu­legar að­stæður. Þér finnst bara alltaf eins og það sé verið að vinna gegn þér í staðinn fyrir með þér.“

Á­fengis­gjöld eru skil­greind í hag­fræðinni sem synda­gjöld sökum þeirra á­hrifa sem varan hefur á ein­stak­linginn sem neytir hennar og aðra. Hún er sam­mála að áður fyrr hafi ríkt ó­hófs­drykkja, en bendir á að það byrjaði ekki með bjórnum. „Í dag erum við að komast á þann stað að við viljum styðja við ís­lenska bjór­fram­leiðslu og lítum á þetta sem menningu sem þarf að heim­sækja,“ segir Lauf­ey.