Í stjórnar­­myndunar­við­ræðum Vinstri grænna, Sjálf­­stæðis­­flokksins og Fram­­sóknar­­flokksins á staðan á ís­­lenskum á­­fengis­­markaði að vera til um­­ræðu. Þetta segir Ólafur Stephen­­sen, fram­­kvæmda­­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, í að­­sendri grein á Vísi í dag með yfir­skriftinni „Tæki­­færi til að koma viti í á­­fengis­­markaðinn“.

Á­fengis­fram­leiðsla á Ís­landi sé vaxandi þáttur í mat­væla­iðnaði og ferða­þjónustu á Ís­landi og hafa nú­verandi stjórnar­flokkar lýst því yfir að þeir vilji styðja. Til þess þurfi að ráðast í endur­bætur á ó­skýru og þver­sagna­kenndu rekstrar­um­hverfi.

Katrín Jakobs­dóttir, Sigurður Ingi Jóhanns­son og Bjarni Bene­dikts­­son sitja nú við samninga­­borðið.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Koma þarf viti á markaðinn

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda hefur að undan­förnu í­trekað vakið at­hygli á furðu­legri stöðu, ó­vissu og þver­sögnum, sem uppi eru á á­fengis­markaðnum á Ís­landi. Nú þegar stjórnar­flokkarnir sitja og ræða á­fram­haldandi sam­starf er frá­bært tæki­færi til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað,“ skrifar Ólafur, nauð­syn­legt sé að lög­gjöf um við­skipti með á­fengi að endur­spegla þá stöðu sem er á markaðnum vegna mikilla breytinga sem á honum hafa orðið á undan­förnum árum.

Ríkið, í gegnum ÁTVR, hefur einka­rétt á smá­­sölu á­­fengis hér á landi.
Fréttablaðið/Óttar Geirsson

FA hefur að hans sögn í­trekað bent yfir­völdum á að heildar­endur­skoðunar sé þörf á lög­gjöf um á­fengis­við­skipti og segir nú í fyrsta skipti virðast sem þau séu reiðu­búin til þess.

Fé­lagið sendi erindi til dóms­mála­ráðu­neytisins fyrir um tveimur mánuðum . Svarið megi skilja á þá leið að inn­lend net­verslun með á­fengi sé ekki heimil. Ekki fékkst svar við spurningu um hvort net­verslun í öðru landi í Evrópska efna­hags­svæðinu, sem af­hendir á­fengi úr vöru­húsi hér á landi, sé lög­leg. Því sé enn til staðar ó­vissa.

Þrjár þver­sagnir

Ólafur segir að um á­fengis­við­skipti hér á landi séu þrjár þver­sagnir. Ríkið hafi einka­rétt á smá­sölu á­fengis en hægt sé að komast fram hjá þeim með ýmsum hætti, til að mynda með net­sölu.

Auk þess sé það „opin­bert leyndar­mál“ að sum minni brugg­hús, einkum úti á landi, selji gestum á­fengi sem þeir geta tekið með sér að lokinni heim­sókn. Margir kaupi vín í gegnum smakk­klú­ba og hefur það enga við­komu í verslunum Á­fengis- og tóbaks­verslunar ríkisins (ÁTVR). Þá geti hver sem er pantað sér á­fengi frá öðrum ríkjum EES og fengið sent heim að dyrum.

Á­fengis­aug­lýsingar eru í orði kveðnu bannaðar en blasa engu að síður við okkur dag­lega

„Önnur mjög sýni­leg þver­sögn er þessi: Á­fengis­aug­lýsingar eru í orði kveðnu bannaðar en blasa engu að síður við okkur dag­lega,“ skrifar Ólafur.

Þær blasi við í er­lendum miðlum sem Ís­lendingar hafa að­gang að og í inn­lendum þegar sýnt er frá er­lendum í­þrótta­við­burðum. Á sam­fé­lags­miðlum megi sömu­leiðis finna á­fengis­aug­lýsingar, bæði frá inn­lendum og er­lendum aðilum.

Létt­öls­aug­lýsingar séu þar að auki „á­huga­verður hliðar­veru­leiki; þar eru aug­lýst þekkt á­fengis­vöru­merki og það er í lagi ef orðið „létt­öl“ er að finna í aug­lýsingunni.“ Þetta ó­sam­ræmi varðandi á­fengis­aug­lýsingar bitni einna helst á inn­lendum á­fengis­fram­leið­endum.

Ólafur telur að löngu tíma­bært sé að setja skýran laga­ramma um verslun með á­fengi.
Fréttablaðið/Óttar Geirsson

„Þriðja þver­sögnin er sú að vegna þess að ís­lenzk lög gera ráð fyrir að á­kveðin starf­semi sé bönnuð, gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir allra augum og án þess að yfir­völd grípi inn í hana. Þetta á við um net­verzlun með á­fengi, sölu á fram­leiðslu­stað og á­fengis­aug­lýsingar á sam­fé­lags­miðlum, svo dæmi séu tekin. Það er bara látið eins og þetta sé ekki til.“

Ólafur telur að löngu tíma­bært sé „að hætta þeirri hræsni og tví­skinnungi“ sem fylgir þver­sögnunum þremur. Það þurfi að setja skýran laga­ramma um verslun með á­fengi svo hún sé í sam­ræmi við önnur vöru­við­skipti þó taka þurfi til­lits til þess að á­fengi er ekki eins og hver önnur neyslu­vara.

Ekki megi „stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ofan­greind starf­semi sé ekki til.“