World Class sendir áskrifendum ekki út reikninga fyrir desembermánuð.

Í tilkynningu frá líkamsræktarstöðinni segir að áskrifendum hafi verið sendur reikningur fyrir tveimur vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í tvær vikur. Þar sem að ekki var hægt að opna að tveimur vikum liðnum verði ekki sendir út reikningar fyrir desember.

Við þökkum enn og aftur þann skilning og þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur við þessar óvanalegu aðstæður. Við hlökkum...

Posted by World Class Iceland on Monday, 16 November 2020

Starfsemi fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar hefst aftur á stöðinni á morgun þegar ný reglugerð heilbriðgðisráðherra tekur gildi, þann 18. nóvember.

Lokað í tæpan mánuð

Líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var gert að loka þann 6. október síðastliðinn. Þær fengu leyfi til að opna aftur tveimur vikum síðar með ákveðnum takmörkunum samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Eigendur stöðvanna ákváðu þó flestir að halda stöðvunum lokuðum eða lokuðu stuttu síðar.