Innlent

Advania sækir inn á Finn­lands­markað

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Brink

Advania hefur keypt finnska félagið Vintor sem býður sérhæfðar stafrænar samskiptalausnir en með kaupunum hefur Advania starfsemi í Finnlandi.

Vintor hefur þróað samskiptalausnir sem gera fyrirtækjum kleift að eiga skilvirk samskipti við viðskiptavini, birgja eða starfsfólk. Lausnirnar halda utanum samskiptasögu á öllum mögulegum miðlum svo sem á samfélagsmiðlum, vefspjalli og tölvupósti.

Hjá Vintor starfa 20 sérfræðingar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Advania en meðal viðskiptavina Vintor eru rótgróin alþjóðleg fyrirtæki á borð við Adidas, Securitas, KONE, Konecranes, Kemira og Fazer.

„Advania stígur sín fyrstu skref inn á finnskan markað með kaupunum á Vintor og leggur grunn að frekari starfsemi í Finnlandi. Félagið verður því starfandi á öllum Norðurlöndum. Bæði Advania og Vintor hafa á að skipa sérfræðingum á sviði samskiptalausna sem meðal annars eru notaðar í þjónustuverum íslenskra fyrirtækja. Það er því mikill fengur fyrir Advania að fá inn 20 nýja sérfræðinga á sviði samskiptalausna og þjónustuupplifunar,“ er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Innlent

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Innlent

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Auglýsing

Nýjast

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Auglýsing