Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í tryggingafélaginu Sjóvá hefur nú færður yfir á hluthafa Síldarvinnslunnar í heild sinni. Síldarvinnslan átti 14,52 prósent hlut í Sjóvá í gengum SVN eignafélag ehf.

Fram kom í umfjöllun Síldarvinnslunnar um afkomu ársins 2020 að tilfærslan hefði átt sér stað. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti í síðasta mánuði að eignarhluturinn í Sjóvá yrði færður út úr félaginu fyrir skráningu á markað. Yfirfærslan yrði í formi arðgreiðslu úr Síldarvinnslunni.

Fram kom í fundarboði vegna téðs hluthafafundar að hluthafar myndu einnig geta farið fram á að arðgreiðslan yrði í formi reiðufjár að frádregnum fjármagnstekjuskatti.

Að sögn Gunnþórs Yngvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, kusu á milli 98 og 99 prósent hluthafa Síldarvinnslunnar að fá bréfin í Sjóvá sínar í hendur fremur en greiðslu reiðufjár.

Að sögn Síldarvinnslunnar er skráningarferli fyrirtækisins á góðu róli og fjárfestakynningar ganga vel. Áætlað er að skrá fyrirtækið í síðari hluta maí.